Hver er ástæða þess að erfiðar hugsanir halda aftur af okkur eða gera lífið okkar erfiðara þegar við verðum háð þeim?
Það er vegna þess að hausinn þinn er með það starf að vernda þig og koma í veg fyrir að þú meiðir þig.
Hausinn er stanslaust að reyna vara þig við öllu sem gæti skaðað þig: Þú munt fitna, þú munt klúðra þessu skoti, það munu allir hlægja af þér. Þetta er eðlilegt. Hausinn hjá öllum gerir þetta. Þetta er bara hausinn þinn að sinna sinni vinnu: vernda þig og halda þér á lífi.
Á frumaldar tímum, var eitt það mikilvægasta til þess að lifa af að tilheyra hóp/hópnum. Ef þér var sparkað úr hópnum þá leið ekki langur tími þangað til að villt dýr át þig. Hvernig kemur hausinn þinn í veg fyrir að þér verði sparkað úr hópnum? Hann ber þig saman við alla: Passa ég inn í þennan hóp? Er ég að gera þetta rétt? Er ég að standa mig vel? Er ég að gera eitthvað sem gæti valdið því að mér verði sparkað úr hópnum? (allar þessar spurningar tengjast íþróttum og lífinu) Þar af leiðandi er “nútíma” hausinn okkar alltaf að bera okkur saman við aðra. En í dag er það ekki bara lítill hópur eða ættbálkur. Í dag getum við borið okkur saman við alla á jörðinni - fræga fólkið, fallega fólkið og atvinnumenn í íþróttum. Við þurfum ekki að leita lengi til þess að finna einhvern sem er “betri” en við á einhvern hátt - stærri, hraðari, massaðari, klárari osfv. Sem afleiðing af öllum þessum samanburði löbbum við um með einhversskonar útgáfu af “ég er ekki nógu góð/ur”. Við erum öll með þetta viðmót, en enginn talar um það.
Comments