Að tapa er sárt, en íþróttafólk nær ekki að vaxa og dafna ef það sér ekki að tapleikir eru partur af ferlinu. Hræðsla við mistök getur haldið okkur föstum. Sömuleiðis ef við höldum of fast í tapleikinn hindrar það okkur að komast áfram. Andlega gætiru verið að berjast við tilfinningar eins og vonbrigði eða gremju. Þessar tilfinningar eru eðlilegar en að verða háður (leyfa þeim að taka yfir/stjórnina) þeim er stór hindrun fyrir velgengni.
Hvað getum við gert?
Mindfulness: “einbeita sér að því sem er að gerast”
Mindfulness er eins og að sjá fyrir sér rennandi á. Áin táknar skynjanir, tilfinningar og hugsanir okkar. Þegar við erum ekki “mindful” þá erum við föst í straumnum í ánni. Við verðum háð okkar tilfinningum og hugsunum. Mindfulness felur í sér að synda úr straumnum setjast á árbakkan og fylgjast með okkar hugsunum og tilfinningum streyma framhjá.
Ef við tökum sem dæmi: Tékkland - Ísland, get lofað ykkur því að einhverjir af leikmönnum Íslands fengu hugsanir og tilfinningar eins og: “ég var svo lélegur í leiknum”, “hvernig klúðraði ég þessu” og tilfinningar eins og: skömm, vonbrigði eða hraðan hjartslátt. Allt þetta eru upplifanir sem við getum orðið háð eða við getum bara leyft þeim að fljóta fram hjá okkur (eins og áin).
Comments