Skilmálar
Almennt
Þjónusta Andlegs styrks er háð eftirfarandi skilmálum. Skilmálarnir eru staðfestir með staðfestingu á kaupum og greiðslu fyrir viðskiptin. Öll viðskipti eru trúnaðarmál. Vinsamlegast lestu vel yfir skilmálana, það mun fyrirbyggja allan misskilning og stuðla að góðum samskiptum í framtíðinni. Þú getur sent tölvupóst á itrottasalradgjof@gmail.com ef þú hefur spurningar um skilmálana.
Skilgreiningar
Seljandi er Andlegur styrkur / Magnús Karl Magnússon
Kennitala: 1612963179
Bæjarlind 7 Kópavogur
Sími: 8440944
Kaupandi/notandi er sá aðili sem skráður er kaupandi á reikningi.
Skilaréttur
Þar sem um rafræn gögn er að ræða er ekki möguleiki á að skila gögnum.
Ef galli kemur fram í gögnum eða gögnin standast ekki kröfur neytanda vinsamlegast hafið samband við itrottasalradgjof@gmail.com
Verð og verðbreytingar
Verð fyrir þjónustu Andlegs styrks er í samræmi við gildandi verðskrá hverju sinni. Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Andlegur styrkur áskilur sér rétt til að ljúka ekki viðskiptum hafi rangt verð verið gefið upp. Andlegur styrkur áskilur sér rétt til að breyta verðum án fyrirvara.
Þegar greitt hefur verið fyrir þjónustu þá er kominn á samningur milli Andlegs styrks og kaupanda. Það er á ábyrgð notanda að réttar greiðsluupplýsingar séu gefnar við skráningu.
Aðgangur
Aðgangur að prógrömum opnast eftir að full greiðsla hefur farið fram.
Greiðsluskilmálar
Vefverslun Andlegs styrks tekur á móti öllum greiðslumátum. Greiðslur fara fram á vegum Rapyd inn á sértæku öryggissvæði sem er á þeirra vegum. Einnig er hægt að biðja um kröfu í heimabanka. Aukagjald við kröfu í heimabanka er 150kr. Ef óskað er eftir að greiða með millifærslu, vinsamlegast sendu póst á itrottasalradgjof@gmail.com
Höfundar og dreifing gagna á vefsíðu
Gögn á vefsíðu má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild án skriflegs leyfis frá höfundi.
Lög og varnarþing
Komi upp ágreiningur eða telji kaupandi sig eiga kröfur á hendur seljanda á grundvelli þessara skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum. Skilmála þessa skal túlka í samræmi við íslensk lög, varnarþing seljanda er heimilisfang hans.